Saga íslenskrar byggðar markast af þrautseigju, æðruleysi og á stundum af fífldjarfri þrjósku. Hvergi er það bersýnilegra en við nyrstu strandir Tröllaskaga.
Komdu með okkur í snjóþrúguferð yst á Tröllaskaga og spreyttu þig á skemmtilegum vetrarferðamáta með Sóta Summits. Á leiðinni segjum sögur af landi og sjó og þeim oft erfiðu lífskjörum sem réðu örlögum og mótuðu sögu héraðsins á 20. öld. Leiðarval mótast af aðstæðum og veðri, en boðið er upp á ferðir í Héðinsfjörð, skógrækt Siglufjarðar eða í Hvanneyrarskál.
Saga fjarðanna nyrst á Tröllaskaga einkenndist af smábúskað fram eftir öldum í einangruðum fjörðum þar sem óblíð veðuröflin gátu umturnað lífi fólks í einu vetfangi. Smám saman óx þorpinu á Þormóðseyri fiskur um hrygg og þegar síldin kom breyttust allara ðstæður. Íbúar nyrst á Tröllaskaga fluttust gjarnan milli fjarða til að leita að ögn betra lífsviðurværi og saga nágrannabyggðana er samtvinnuð gegnum fólkið og fjölskyldurnar sem hérna bjuggu.
Snjóþrúgur – skemmtilegur ferðamáti fyrir alla!
Snjóþrúgur eru hinn fullkomni ferðamáti fyrir þau sem vilja kanna nýjar lendur að vetri á auðveldan og aðgengilegan máta. Þetta er frábær leið til að njóta hreyfingar og útivistar í fallegri náttúru og aðgengileg fyrir öll aldurs- og getustig. Eina skilyrðið er að þú hafir gaman af gönguferðum og útiveru.
Við kynnum ykkur notkun snjóþrúga í upphafi og höldum svo sem leið liggur um söguslóðir í fögru vetrarlandslaginu. Eftir upphafskynninguna er bara að labba af stað – og njóta.
Dagsetningar jan-mars 2025
Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 11
Hægt er að bóka sérferðir alla daga sé þess óskað.
Ath. fjögurra þátttakenda lágmark þarf í ferðir til að tryggja brottför.
Verð:
Fullorðnir (frá 14 ára) 8.900 kr
Börn (8- 14 ára) 4.900kr
Innifalið í ferð:
Heimavanur leiðsögumaður
Snjóþrúgur og stafir
Heitur drykkur
Útbúnaður sem þarf:
Traustir göngu- eða vetrarskór
Hlýr, lagskiptur fatnaður
Vettlingar og hattur
Sólgleraugu eða skíðagleraugu