Magnað utanbrautarskíðanámskeið á Tröllaskaga

Fjögurra daga fjallaskíðanámskeið þar sem farið verður í skíðun utan troðinna skíðabrauta, helstu atriði í fjallaskíðun og snjóflóðanámskeið. Kennt er á mánudögum til fimmtudags, með möguleika á framlengingu gistingar að námskeiði loknu.

Gist er á hótelinu Sóta Lodge í Fljótum í Skagafirði í góðu yfirlæti og fullu fæði, þriggja rétta kvöldverðir, morgunmatur og hádegismatur innifalin í námskeiðsverði. Þátttakendur hafa aðgang að Barðslaug við hlið Sóta Lodge, með heitum potti og sánu.

Leiðbeinendur eru Sara Hlín Sigurðardóttir skíðakennari og Leifur Örn Svavarsson leiðsögumaður og snjóflóðasérfræðingur. Leifur er yfirskíðaleiðsögumaður hjá Sóta Summits og Summit Heliskiing og Sara er skíðaleiðsögumaður.

Þátttakendur geta valið um tvo styrkleikaflokka:

– Annarsvegar námskeið fyrir lítið vana skíðamenn sem þurfa að bæta almenna skíðafærni um leið og stigin eru fyrstu skrefin á fjallaskíðum.

– Hins vegar námskeið fyrir vana skíðamenn sem vilja bæta getuna í skíðun utan troðna skíðabrauta og læra að ferðast af öryggi um fjalllendi.

 

Um námskeiðið

Þátttakendur mæta á Sóta Lodge kl 13 á fimmtudegi og námskeiðinu lýkur á sunnudagseftirmiðdegi. Hægt er að bóka auka nótt á Sóta Lodge á sunnudagskvöldinu sé þess óskað.

Fyrir hádegi fer bókleg kennsla fram innan dyra en eftir hádegisverð taka verklegar útiæfingar við. Verklegar æfingar fara fram út frá skíðasvæðum og eru skíðalyftur nýttar til þess að fá sem mesta skíðun utan brauta með lítilli göngu.

Bæði skíðakennari og skíðaleiðsögumaður eru með hópnum allan tímann og er hópnum skipt upp þannig hægt sé að gefa hverjum og einum persónulega tilsögn.

 

Innifalið

  • Allar máltíðir meðan á dagskrá stendur (allt frá kvöldverði við komu til hádegisverðar á lokadegi)
  • Utanbrautarskíðakennsla, snjóflóðanámskeið og leiðsögn.
  • Aðgangur að þeim skíðasvæðum sem notuð eru í útikennslu
  • Snjóflóðabúnaður (bakpoki, skófla, stöng, ýlir)
  • Gæðagisting á Sóta Lodge
  • Après ski
  • Aðgangur að Barðslaug (aðeins nokkur skref frá Sóta Lodge)
  • Flotstund og vatnateygjur

 

Ekki innifalið:

  • Akstur. Þáttakendur þurfa sjálfir að koma sér á staðinn sem og á æfingar seinnipart dags.
  • Nauðsynlegur búnaður, s.s. fjallaskíði og skinn, fjallaskíðaskór, stafir og hjálmur. Boðið er upp á leigu á fjallaskíðum, skinnum og stöfum á staðnum en annað þurfa þátttakendur að kaupa eða leigja fyrir ferðina. Sóti Summits býður til leigu hágæða Blizzard fjallaskíði og stafi. Auk þess bjóða helstu útivistarverslanir landsins upp á leigu á búnaði.

 

Dagsetning

13.-16. mars 2025

Aðeins 2 pláss laus!

Í gegnum bókunarvélina hér til hliðar staðfesta þátttakendur bókun sína með því að greiða 20% af verði námskeiðs sem óafturkræft staðfestingargjald. Greiðsluhlekkur verður sendur út vegna eftirstöðvanna þremur vikum fyrir dagsetningu ferðar.

Einnig er mögulegt að festa dagsetningar fyrir sex manna hópa eða stærri, sé þess óskað má senda tölvupóst á info@sotisummits.is eða skilja eftir skilaboð hér til hliðar.