Draumasvæði fjallahjólamennskunnar
Sóti Summits hefur sett saman eftirminnilegt námskeið fyrir fólk á öllum aldri, sem langar til að kynnast fjallahjólamennsku og upplifa landið fyrir eigin vélarafli. Þátttakendur kynnast alvöru fjallahjólalandsslagi um leið og þeir nema tækni og öðlast reynslu sem nýtist til frekari afreka. Umhirða hjóla og einfalt viðhald verða kennd, sem og leiðarval og hjólatækni.
Nyrsti hluti Tröllaskagans er stórkostlegur áfangastaður fyrir fjallahjólafólk. Fornar ferðaleiðir tengja byggðir og firði og vel mótaðar slóðir fólks og ferfætlinga opna dali og hlíðar fyrir þau sem nú kjósa að ferðast um á nútíma fjallahjólum. Svæðið býður ekki einungis upp á einstaka stíga í fjölbreyttu landslagi, heldur ótrúlegt útsýni yfir sjó og fjöll.
Hlúð er að þreyttum vöðvum og andlegu hliðinni sinnt á Sóta Lodge á kvöldin, þar sem uppnumið hjólafólk nýtur einstaks atlætis, hágæða veitinga og vandaðrar þjónustu.
Innifalið í verði
- Allar máltíðir meðan á dagskrá stendur
-
- Morgunverður að morgni laugardags og sunnudags
- Pakkað nesti á laugardegi og sunnudegi
- Þriggja rétta kvöldverður við komu á föstudegi og að kvöldi laugardags
-
- Leiðsögn reynds fjallahjólaleiðsögumanns
- Tvær fjallahjólaferðir
- Gæðagisting á Sóta Lodge í tvær nætur
- Aðgangur að Barðslaug, heitum potti og sánu
Ekki innifalið í verði
- Áfengi
- Slysatrygging
- Fjallahjól og búnaður tengdur því
Hvað á að koma með
- Fulldempað fjallahjól
- Fjallahjólahjálm (helst með kjálka, má vera hægt að taka hann af)
- Hnéhlífar og bakbrynju
- Sólgleraugu
- Hjólaskó/háa gönguskó
- Léttan bakpoka
- Varahluti fyrir hjól (keðju, slanga í dekk)
- Vind- og vatnsheldan jakka
- Vind- og vatnsheldar buxur
- Ullarnærföt
- Hanska
- Vatnsflösku
- Sólarvörn
Dagsetningar 2024 væntanlegar!
Verð: (Lágmarksfjöldi í ferðina er 6 manns)
- 99.500 kr. á mann m.v. tvo í herbergi
- 129.500 kr. fyrir einstaklingsherbergi
Einkaferð
- Viltu sérferð fyrir þig og/eða hópinn þinn?
Sendu okkur línu á info@sotitravel.is
Fyrir hverja er ferðin?
- Þessi ferð hentar öllum þeim sem að vilja auka kunnáttu og getu á fjallahjóli.
Dagskrá
Dagur 1
16:00: Mæting á Sóta Lodge
17:00: Fundur með leiðsögumanni. Farið yfir komandi hjóladaga /búnað þátttakenda og styrkleika.
18:00: Jóga undir leiðsögn
19:30: Kvöldmatur
Dagur 2
07:00-08:00: Morgunjóga undir leiðsögn
08:00-10:00: Morgunmatur
10:00: Brottför (hádegismatur tekinn með í bakpoka)
10:30: Koma á Siglufjörð, hjólaæfingar hefjast
12:00: Hjólað verður um Skútudal, Hólsdal og í kringum skógrækt Siglufjarðar. Ef vel gengur verður ferðinni heitið upp í Hvanneyrarskál. Þar verður tekið hádegishlé, nesti maulað og notið útsýnis.
15:00: Brottför frá Siglufirði – Sóta Lodge
16:00: Koma á Sóta Lodge – Slökun. Barðslaug opin gestum.
17:00: Jóga undir leiðsögn
19:30: Kvöldmatur
Dagur 3
07:00: Morgunjóga undir leiðsögn
08:00-10:00: Morgunmatur
10:00: Brottför frá Sóta – pakkað saman
10:30: Keyrt verður til Dalvíkur og hjólað um Böggvisstaðardal. Frábær hjólaleið með einstakri náttúru.
14:00: Komið aftur til Dalvíkur
15:00: Hópur fer saman í pottana á Hauganesi og sjósund
15:00: Brottför
AFBÓKUNAR- OG ENDURGREIÐSLUSKILMÁLAR
Þátttakendur greiða 20% óafturkræft staðfestingargjald við bókun ferðar. Eindagi fullnaðargreiðslu er fjórum vikum fyrir upphaf ferðar. Að öðru leyti gilda eftirfarandi skilmálar:
- 80% endurgreiðsla ef afbókað með meira en 7 daga fyrirvara
- 50% endurgreiðsla ef afbókað með meira en 72 klst fyrirvara
- Engin endurgreiðsla ef afbókað með minna en 72 klst fyrirvara
Ef ferðin fellur niður vegna veðurs:
- Er hægt að fá endurgreitt að fullu
- Ferð á aðra dagsetningu
- Verður ferðaplani breytt til að henta veðri betur