Sérhönnuð ferð fyrir þig og þína

Langar þig að bjóða fjölskyldu og vinum i ferð sem er sniðin sérstaklega að ykkar þörfum og væntingum?  Langar þig að njóta samvista við þá sem þér eru dýrmætastir, skapa ógleymanlegar minningar og upplifa skemmtun og gleði í islenskri náttúru? Dreymir þig kannski um að takast á við áskoranir og þenja þægindarammann í öruggu skjóli vinahópsins?

Sóti Summits tekur að sér að sérhanna upplifunarferðir um Norðurland fyrir fjölskyldur og minni hópa.  Við heitum minnistæðri upplifun, hvort sem hugur ykkar stendur til ævintýra, afslöppunar, menningar – eða bara þess að leita innra og ytra jafnvægis með blöndu af því besta sem okkar dásamlega svæði býður upp á.

Þjónustan okkar

Sóti Lodge, sveitahótelið okkar í hjarta Fljóta, er draumadvalarstaður fyrir smærri hópa. Hjá okkur fléttast gæði og persónuleg þjónusta saman við ógleymanlegar veislumáltíðir reiddar fram í skini hinnar óviðjafnanlegu fjalladýrðar Fljótanna.

Starfsfólk Sóta Summits sér svo um leiðsögn og ferðaskipulag, skipuleggur akstur milli staða samkvæmt ykkar óskum, gengur frá pöntunum og bókunum og tryggir að ferðin þín sé snurðulaus, skemmtileg og sérstaklega eftirminnileg!

Leiksvæðið okkar

Norðurland er margbreytilegur og spennandi áfangastaður, þar sem sífellt er hægt að uppgötva nýja staði, skapa nýjar minningar og þar sem sagan býr í hverju strái.

Tröllaskagi er stórkostleg útivistarparadís, þar sem möguleikar á hvers kyns afþreyingu eru nær óendanlegir.

Fljót í Skagafirði eru undursamlegur staður, þar sem friður og ferðamennska mætast og fegurðin ríkir. Afþreyingarmöguleikar í Fljótum og nágrenni eru mýmargir, bæði fyrir þau sem vilja fara um á eigin vegum og þau sem vilja njóta leiðsagnar og kannski læra á ný leiktæki í leiðinni. Starfsfólk Sóta Summits er sérhæft í hönnun ferða um Tröllaskagann og getur ábyrgst gæði og ógleymanlega upplifun.

Leyfðu okkur að setja saman draumaferðina fyrir þig og þína. 

  • Frekari upplýsingar, ferðaskipulagning og upplýsingar um verð: sendu okkur fyrirspurn á info@sotisummits.is

Hópastærðir:

  • Lágmark – 4 manns
  • Hámark – 15 manns

Ferðamöguleikar veturinn 2024 geta verið:

  • Vina- og vinkvennaferðir
  • Kósíferðir
  • Jóga- og vellíðunarferðir
  • Veiðiferðir
  • Fjallaskíðaferðir
  • Gönguskíðaferðir
  • Hvata- og stefnumótunarferðir fyrir vinnustaðahópa

Ferðamöguleikar sumarið 2025 eru m.a.:

  • Fjölskylduferðir
  • Jóga- og vellíðunarferðir
  • Sælkera- og menningarferðir
  • Strandsiglingar
  • Gönguferðir
  • Náttúruhlaupaferðir
  • Fjallahjólaferðir
  • Sjókajakferðir
  • Eða blanda af því besta!

Hafið samband við okkur á info@sotisummits.is – við hlökkum til að dekra við ykkar innri ferðalang!