Staldraðu við með fjölskyldu og vinum – upplifðu friðsæld og ævintýralega skemmtun!

Fljót í Skagafirði, þar sem Norðuríshafið gælir við strendur, búa yfir sérstæðri náttúrufegurð. Hrikalegir jökulsorfnir fjallatindar umlykja mjúkar sveitir og grösug engi. Heiðargróðurinn heilsar förulöngum sem þræða skörðin úr Fljótum til nágrannabyggða í fjörðum Tröllaskaga. Sóti Lodge er í hjarta þessa umhverfis, með aðgengi í djúpa dali og sýn til hárra fjalla. Hér ríkir friðsældin, en stórfenglegt útsýnið vísar til þeirra ævintýra sem bíða þess sem stígur út ýfir þröskuldinn. Fornar leiðir manna og margtroðnar kindaslóðir skapa fjallahjólaleiðir sem engan svíkja. Í næsta þéttbýli, á Siglufirði er stutt í frábærar leiðir sem henta öllum. Í þessari dagskrá tengjum við saman einstaka kvöldstund og gistingu í friðsæld Fljóta og okkar frábæru dagsferð á raf-fjallahjóli, þar sem inndalir og hlíðar Siglufjarðar eru könnuð á máta sem hentar öllum – og er frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Þetta er fullkomin ferð fyrir fólk í sumarleyfisferðinni sem vill  fá Siglufjörð og Tröllaskaga beint í æð.

Innifalið

  • Gæðagisting á Sóta Lodge
  • Þriggja rétta kvöldverður á komudegi
  • Morgunmatur næsta dag
  • Leiðsögn faglærðra fjallaleiðsögumanna
  • Aðgangur að Barðslaug (aðeins nokkur skref frá Sóta Lodge)
  • Hágæða raffjallahjól og hjálmur- Sjá hér 
  • Nesti í hjólaferð

Dagsetningar

  • Alla daga í júlí – ágúst – til 15. september
  • Hægt að óska eftir sér dagsetningum fyrir hópa – info@sotisummits.is

Verð (lágmarksfjöldi í ferðina eru 2)

  •  47.160 isk á mann – Verð miðast við tvo í herbergi
  • 64.350 isk á mann – Verð á einkaherbergi

Einkaferð: 

Hvað á að koma með

  • Léttan bakpoka
  • Hanska
  • Hjólaskó eða gönguskó
  • Vind- og vatnsheldan jakka
  • Vind- og vatnsheldan buxur
  • Ullarnærföt
  • Hanska
  • Vatnsflösku

Dagskrá

Dagur 1:

14:00 – 16:00: Mæting á Sóta Lodge

16:00 – 19:30: Slökun, stuttar gönguferðir í kringum Sóta, Barðslaug í næsta húsi við Sóta Lodge

19:30: Þrírétta kvoldverður á Sóta Lodge

Dagur 2:

08:00 – 09:30: Morgunverður

09:30: Keyrt á Siglufjörð – mæting á skrifstofu Sóta Summits að Suðurgötu 10 fyrir hjólaferð

10:00: Fjallahjólaferð hefst á Siglufirði – Sjá lýsingu á hjólaferð hér

13:00: Hjólaferð lokið – Brottför frá Siglufirði

Tilvalið er að lengja dvölina í Fljótum og gista fleiri nætur á Sóta Lodge. Fljótin og nágrenni bjóða upp á fjöldann allan af afþreyingarmöguleikum, sem lesa má um hér.