Velkomin á Siglufjörð!

Fjárfestahátíð Norðanáttar fer fram í þriðja sinn á Siglufirði þann 20. mars 2024. Á hátíðinni koma fjárfestar og frumkvöðlar saman og kynnast öflugri nýsköpun og fjárfestatækifærum. Við bjóðum landshlutasamtökum um allt land aftur þátttöku og munu því frumkvöðla- og nýsköpunarverkefni af landinu öllu kynna verkefni sín sem snerta til dæmis orkuskipti, hringrásarhagkerfið, fullnýtingu auðlinda eða aðrar grænar lausnir. 

Sóti Summits hefur milligöngu milligöngu um miðakaup og hótelbókanir á Sigló hótel. Bókað er gegnum hlekkinn hér að neðan, þar sem hægt er að kaupa miða og gistingu, eða eingöngu miða. Sé gisting valin velja þátttakendur herbergi á vallista sem þá kemur upp.

Tryggið ykkur miða, gistingu og afþreyingu á Norðanátt hér!

Miðaverð 39.900 kr.

Innifalið í miðaverði

  • Rútuferð frá Akureyri til Siglufjarðar 20.mars (og tilbaka 21.mars)
  • Ráðstefna
  • Kaffi og léttar veitingar yfir daginn
  • Hádegismatur á Hótel Sigló/Hannes Boy
  • Fjárfestakynningar
  • Stefnumót fjárfesta og frumkvöðla
  • Viðburður á Segli 67 – veitingar í fljótandi og föstu formi, uppistand, tónlist, tengslamyndun og margt fleira.

 

Gisting á Sigló hótel (verð frá 20. janúar)

 

Dagskrá 20. mars 2024 (PDF)

*Birt með fyrirvara um breytingar

Rúta fer frá Akureyrarflugvelli til Siglufjarðar eftir fyrsta flug þann 20.mars.

Kl 9:45   Húsið (Kaffi Rauðka) opnar – kaffi og léttar veitingar

Kl 10:00 „Síldin kemur” Opnun hátíðar. Guðlaugur Þór Þórðarsson, umhverfisráðherra fer með ávarp.

Kl 10:20 „Hnattræn hugsun – staðtengd starfsemi” 

              Haraldur Hallgrímsson – Landsvirkjun
               Katrín Sigurjónsdóttir – Norðurþing
               Daði Valdimarsson – Rotovia
               Sigríður V. Vigfúsdóttir – Primex

Kl 11:10 „Synt á móti straumnum” – Jafnréttissjónarmið í fjárfestingum

               Hekla Arnardóttir – Crowberry Capital
               Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé – Alda
               Arne Vagn Olsen – Lífeyrissjóður verzlunarmanna
               Ragnheiður H. Magnúsdóttir – Nordic Ignite

Kl 11:45 Hádegismatur og tengslamyndun – Hótel Sigló/Torgið

Kl 13:30 „Gott er heilu fari heim að sigla” – Bátahúsið

               Lilja Dögg  Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra fer með innblásturserindi

Kl 14:00 „Þungur er þegjandi róður” – Fjárfestakynningar 

               Frumkvöðlar halda fjárfestakynningar ásamt erlendu gestaverkefni

              AURORA ABALONE, CIRCULA, FOODSMART NORDIC, HUMBLE, 

              MUNASAFN, NANNA LÍN, SUROVA, SKÓGARAFURÐIR

Kl 15:30 „Far þú í dans en gættu hvar þú stígur”Stefnumót frumkvöðla og fjárfesta -Salthúsið

Kl 17:00    Afþreying og andrými fjallið, potturinn, pöbbarölt – þitt er valið!

Kl 19:00 „Síldin fer”  – Segull 67

               Tengslamyndun og almenn gleði á Segli 67. Villi vandræðaskáld verður með söngleik og
uppistand, lifandi tónlist, matur & drykkir í boði Norðanáttar. Hver þorir í rennibrautina? 

Rúta fer frá Siglufirði til Akureyrar fyrir hádegisflug þann 21.mars.

 

Tryggið ykkur miða, gistingu og afþreyingu á Norðanátt hér!

Afþreying sem hressir og kætir

Sóti Summits mun nú sem fyrr bjóða gestum Norðanáttar afþreyingu og útvistartækifæri sem hreinsa og opna hugann. Jafnframt hefur Sóti Summits milligöngu um hótelbókanir á Sigló hótel. Sé gisting valin bjóðast uppfærslur á gistingu ásamt vali á afþreyingu.

20. mars kl. 16: Siglórölt- gönguferð, súrefni og sögur.

Er ekki tilvalið að skreppa í léttan labbitúr eftir inniveru dagsins? Við bjóðum ykkur í að rölta með okkur um Siglufjarðarbæ í um klukkustund, skoða það sem fyrir augu ber, heyra fróðleik af ýmsu tagi og þær sögur sem upp í hugann koma, sannar og meira sannar. Lágmarksfjöldi þátttakenda er 6.

21. mars kl. 10: Fjallaskíðaferð með Sóta Summits (6 klst)

Að morgni 21. mars er er skíðaáhugafólki boðið að taka á því í fjallaskíðaferð með Sóta Summits.

Farið verður í leiðangur um fjallasal Siglufjarðar í fylgd reynds fjallaleiðsögumanns og stefnt að því að hámarka hressleikann í lok dags. Innifalið í pakkanum eru, auk leiðsagnar og skutls, hádegisnesti að hætti hússins, leiga á hágæða Blizzard skíðum, stafir og öryggisbúnaður (gestir þurfa að hafa með sér skó). Lágmarksfjöldi þátttakenda er 6.

21. mars kl. 11: Snjóþrúguferð með Sóta Summits (2 klst)

Við tökum léttan hring í Skógrækt Siglufjarðar á snjóþrúgum og prófum þennan skemmtilega ferðamáta. TIlvalin leið til að ná ryki úr höfði og njóta skemmtilegrar útivistar í fallegu umhverfi. Innifalið í ferðinni eru snjóþrúgur, leiðsögn og skutl. Lágmarksfjöldi þátttakenda er 4.

Lokað hefur verið fyrir bókanir á afþreyingu.

Ertu með miða en vantar gistingu? Sendu okkur línu með þínum óskum á info@sotisummits.is og við aðstoðum þig.

Við hvetjum gesti Norðanáttar að bóka sem fyrst og nýta sér þetta einstaka tækifæri til útivistar og uppljómunar!

Að verkefninu Norðanátt koma EIMUR, Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV), með stuðningi frá umhverfis- orku- og loftslagsráðuneyti

Bakhjarlar Norðanáttar eru