Stuttar gönguferðir um Siglufjörð
Sögurölt um Siglufjörð
Komdu með okkur í ljúfa og þægilega gönguferð um þennan sögufræga bæ!
Þessi ferð er tilvalin fyrir fólk sem vill aðeins teygja úr fótunum, kynnast Siglufirði á persónulegan máta og fá sögustund í leiðinni.
Saga Siglufjarðar a 20. öld og þróun úr sveit í stöndugt bæjarfélag speglar á margan hátt Íslandssögu þessa tímabils. Hraður uppgangur bæjarins og saga hans fram eftir 20. öldinni eru nátengd síldarævintýrinu svokallaða, en sagan er þó mun margslungnari en svo. Í þessari léttu gönguferð munum við rölta um bæinn, skoða það sem fyrir augu ber og segja þær sögur sem upp í hugann koma.
Þetta er fjölskylduvænt sögurölt sem hentar öllum. Tilvalið er að tengja ferðina heimsókn í Síldarminjasafnið, eða brugghúsið Segul 67.
Daglegar ferðir frá skrifstofu Sóta summits við Aðalgötu á Siglufirði.
Lengd ferðar: u.þ.b. 1 klst.
Verð: 4.900 kr/mann (minnst 4 þátttakendur)
Ókeypis fyrir börn að 15 ára aldrei
Gönguferð í Hvanneyrarskál
Við bjóðum einnig gönguferðir í Hvanneyrarskál. Um er að ræða þægilega gönguleið eftir snjóflóðavarnargörðum og vegslóða upp í Hvanneyrarskál, um 150m hækkun. Mikil náttúrufegurð er í skálinni, og frá endurvarpsstöðinni er frábært útsýni yfir fjörðinn og tilvalið að tengja saman náttúrufar, landslag og sögu staðarins.
Þessa ferð þarf að sérpanta – hafið samband við info@sotisummits.is eða sendið okkur fyrirspurn hér á síðunni.
Lend ferðar: u.þ.b. 2 klst.
Verð: 5.900 kr/mann (minnst 4 þátttakendur)
Ókeypis fyrir börn að 15 ára aldrei
Innifalið í verði
- Leiðsögn og sögustund
Útbúnaður
- Þægilegur fatnaður fyrir gönguferð
- Góðir skór til gönguferða (fyrir Hvanneyrarskál)
- Vatnsflaska (fyrir Hvanneyrarskál)
Viltu meira krefjandi gönguferð? Við bjóðum skemmtilega og ögn vota gönguferð í Selvíkurvita og Kálfsárdal, og klassíska gönguferð um Siglufjarðarskarð með viðkomu í fjörunni að Hraunum – við getum líka sérsniðið leiðarval að þínum þörfum. Hafið samband!