Gæðagisting á Norðurlandi

Sóti Lodge er sveitahótel í Fljótum í Skagafirði sem býður viðskiptavinum hágæðagistingu í hjarta Tröllaskaga. Bókaðu hér til að tryggja þér þægilega gistingu við nyrstu strandir – við bjóðum 20% afslátt á staðgreiðsluverði í allt sumar!

Hótelið er starfrækt í gamla skólahúsinu að Sólgörðum, sem skipar mikilvægan sess í sögu héraðsins. Þar var kennt til ársins 1985. Frá Sóta er víðfeðmt útsýni frá strönd til tinda – í norðri blasir Norðuríshafið við utan við Fljótavík og Haganes, en til austurs skera tindar Austurfljóta himininn og taka móti sólinni að morgni.

Á Sóta eru sjö smekklega innréttuð herbergi, öll útbúin með salerni og sturtu. Við leggjum áherslu á gestrisni, gæði og ábyrga ferðaþjónustu og bjóðum gæðagistingu með morgunverði og þriggja rétta kvöldverði inniföldum í herbergisverði, þar sem lögð er áhersla á að nýta hráefni úr nærbyggðum.

Herbergin okkar

Á Sóta Lodge er lagt mikið upp úr gæðum, bæði í innréttingum og allri þjónustu. Við bjóðum upp á þrenns konar herbergi, en öll herbergin eru með salerni og sturtu og hágæðadýnum í rúmum, til þess að tryggja þægindi, notalegheit og hvíld að loknum viðburðarríkum dögum. Herbergin eru seld með hálfu fæði og við höfum lagt metnað í að skapa ljúffengan matseðil sem gleður bæði bragðlauka og augu.

Tveggja manna

Tveggja manna herbergin eru með tvö einstaklingsrúm, salerni og sturtu.

Bóka herbergi

Hjónaherbergi

Hjónaherbergin okkar eru tilvalin til slökunar eftir dásamlega daga á Tröllaskaga

Bóka herbergi

Þriggja manna

Þriggja manna herbergið er okkar stærsta, með tvíbreiðu rúmi, þægilegum svefnsófa, salerni og sturtu.

Bóka herbergi

Næringarríkur sveitamatur

Við erum stolt af sterkri stöðu héraðsins í matvælaframleiðslu. Við leitumst við að bjóða upp á lambakjöt úr nágrenni okkar og þrátt fyrir að fiskveiðar hafi lagst af í Haganesvík reynum við af fremsta megni að tryggja að okkar fiskmeti sé veitt af sjómönnum á Tröllaskaga.

Hráefni úr héraði

Við erum stolt af sterkri stöðu héraðsins í matvælaframleiðslu. Við leitumst við að bjóða upp á lambakjöt úr nágrenni okkar og þrátt fyrir að fiskveiðar hafi lagst af í Haganesvík reynum við af fremsta megni að tryggja að okkar fiskmeti sé veitt af sjómönnum á Tröllaskaga.

Gnægtarhorn árstíðanna

Hver árstíð á sitt bragð og sína lykt. Á vorin bíðum við þess að gróandinn hefjist að nýju en í gegnum tíðina höfum við nýtt okkur fuglsegg til að fá dýrmætt ferskmeti að liðnum löngum vetri. Sumarið ber með sér ilmandi laufblöð og jurtir sem í árhundruð hafa verið notuð til að bragðbæta mat og lækna mein. Síðla sumars bætast berin við og uppskera haustsins kitlar bragðlaukana fram á vetur, en haustið er líka tíminn til veiða.

Borið fram með stolti og ánægju

Við erum stolt of okkar héraði og gerum okkar besta til að koma því á framfæri í gegnum matföng og þjónustu. Okkar ósk er að þið njótið hverrar stundar hjá okkur.