Sóti Summits býður upp á endurnærandi flotmeðferðir og samflotstundir. Fylgt er aðferðafræði og nálgun sem þróuð hefur verið af Unni Valdísi Kristjánsdóttur, hönnuði og eiganda Flothettu (www.flothetta.com). Ólöf Ýrr Atladóttir hefur lokið þjálfun í flotmeðferðum hjá Flothettu og sér um flotmeðferðir og samflotsstundir í Barðslaug.
Barðslaug í Fljótum
Vatn er manninum lífnauðsynlegt og frá aldaöðli höfum við gert okkur grein fyrir mikilvægi þess fyrir heilsu okkar og vellíðan. Um árþúsunda skeið hafa vatnsmeðferðir af ýmsu tagi verið mikilvægur hluti af hefðum og lífstíl menningarheima um allan heim.
Á Íslandi hefur heitt vatnið úr iðrum jarðar verið nýtt til slökunar og þrifa frá landnámi og er getið um laugarferðir forfeðra okkar í fornum ritum. Skagfirskar laugar léku hlutverk í aðdraganda Örlygsstaðabardaga, en það er ekki vitað hvernig heit heit laugin í Barðslandi í Fljótum var nýtt fram að því að fyrsta sundlaugin var byggð hér 1895. Fróðir menn halda því þó fram að hér hafi fólk laugað sig og lært að synda mun lengur.
Flothetta
Flothetta er hönnun og hugverk Unnar Valdísar Kristjánsdóttur vöruhönnuðs og frumkvöðuls í vatnsmeðferðum á Íslandi. Flothettan og meðferðarúrræði sem byggja á henni hafa verið í þróun síðan 2012 og þeim fjölgar sífellt sem nýta sér hettuna og fylgihluti til þess að taka þátt í reglubundinni upplifun sér til upplifunar og hugljómunar.
Flotstundir í Barðslaug fylgja þeirri viðurkenndu aðferðafræði sem Unnur og samstarfsfólk hennar hefur þróað. Íslenska flotmeðferðin byggir á samþættingu aldagamalla meðferðarhefða og íslenskrar laugamenningar.
Flotupplifun að loknum átakadegi í íslenskri náttúru veitir kraft til frekari ævintýra. HÉR er hægt að skoða frekari upplifanir með okkur