Upplifðu ógleymanlegan þyrluskíðadag 2025!
Það er fátt sem jafnast á við að skíða niður ósnortna, snævi þakta brekku með útsýni yfir Tröllaskaga og til Norður Íshafsins. Fljúga svo upp að nýju og endurtaka dýrðina aftur- og aftur. Sóti Summits í samvinnu við Summit Heliskiing bjóða vorið 2025 upp á frábærar dagsferðir fyrir ævintýraþyrsta Íslendinga og aðra sem vilja upplifa ógleymanlegan þyrluskíðadag á fjöllum.
Skíðaleiðsögufólkið okkar þekkir hverja brekku og tind á skíðasvæðinu okkar og yfirleiðsögumaðurinn, Leifur Örn Svavarsson, leggur áherslu á að tryggja skemmtun og umfram allt öryggi gesta okkar.
Dagurinn þinn
Ferðin hefst á Sóta Lodge í Fljótunum fögru klukkan 09:00. Sóti Lodge er í um 30 mínútna akstursfjarlægð frá Siglufirði og þar hittir þú leiðsögumanninn þinn og þið farið yfir öryggisreglur fyrir þyrluflug og skíðun. Við vinnum með Norðurflugi, reyndustu þyrluþjónustu Íslands. Þau nota Astar B2 þyrlur, sem taka fjóra gesti í sæti ásamt leiðsögumanni.
Um hádegisbil ætlum við að staldra við til að njóta hádegisnestis á meðan við virðum fyrir okkur stórbrotið útsýnið allt um kring. Ánægð og endurnærð skellum við okkur aftur á skíði og endum svo daginn á Sóta Lodge þar sem snarl og drykkir eru á boðstólum.
Innifalið
1 klst flugtími (eða 8 ferðir) yfir daginn
Skíði og bindingar (gæða Blizzard frískíði).
Reyndur fjallaskíðaleiðsögumaður
Öryggiskynning (snjóflóðahætta, notkun og leit með snjóflóðaýli)
Snjóflóðaöryggisbúnaður (bakpoki m/loftpúðum snjóflóðaýlir, skófla og stöng) – komdu með þinn eigin ef þú vilt!
Hádegisverðarpakki
Après skíðasnarl á Sóti Lodge
Verð fyrir dagsferð í þyrluskíðun 2025
185.000 kr
Leitaðu tilboða fyrir hópinn þinn!
Viltu lengja ferðina eða búa til þína eigin?
Settu saman eigin ferð, fjölgaðu dögum eða bættu við gistingu á Sóta Lodge – gisting frá 24.750 kr á mann í tvíbýli með morgunverði og þriggja rétta kvöldverði!
Hafið samband við okkur til að bóka sérsamsetta ferð: info@sotisummits.is eða sími 5512200.
Dagsetningar í boði
18. apríl – 5. maí 2025
Hverjum hentar þessi ferð?
Þessi ferð hentar vönu skíðafólki í góðu líkamlegu ástandi. Apríl og maí eruskemmtilegir skíðatímar á fjöllum, en snjóaðstæður geta verið breytilegar og gott að vera viðbúin því.
Mikilvæg athugasemd fyrir bókanir
Með því að bóka gegnum bókunarvélina hér til hliðar greiðir þú 20% óafturkræft staðfestingargjald. Greiðsluhlekkur vegna eftirstöðva verður sendur út 2-4 vikur fyrir brottför.
Ef veður eða aðrar aðstæður koma í veg fyrir að hægt sé að fljúga á ferðadag, bjóðum við upp á að færa til dagsetningu, eða fulla endurgreiðslu ef það gengur ekki upp.