Nýjasta viðbótin hjá Sóta Summits: bátsferðir við strendur Norðurlands.
Upplifðu Ísland frá nýju sjónarhorni!
Sóti Summits býður í sumar upp á nýja leið til að kanna stendur Norðurlands frá hafi. Bátsferðir á eikarbátnum Örkinni opna ný tækifæri til að upplifa afskekkt svæði og óbyggða firði, sem ekki er auðvelt að nálgast frá landi.
Fjölbreytt náttúra og margar ferðaleiðir
Mikilfenglegar náttúrumyndanir gleðja augað frá sjónum. Meðal þeirra eru Hvanndalabjarg, hæsta standberg á Íslandi, og eyjarnar sögulegu í Skagafirði. Sjófuglar búa í björgum og skanna sjávarflötinn eftir æti, en í sjónum synda selir og hvalir sem kíkja kannski á bátsgesti.
Dagsferðir frá heimahöfn okkar á Siglufirði leiða okkur framhjá Siglunesi og Hvanndalabjargi um Héðinsfjörð.
Frá heimahöfn okkar á Siglufirði getum við sett stefnuna í allar áttir: þrætt eyjarnar úti fyrir norðurströndinni og skorið heimskautabaug við Grímsey, heimsótt Skagafjörð og heimaslóðir Grettis sterka eða þrætt smábæina í Eyjafirði.
Að vori er boðið upp á skíðaferðir um afskekkta firði Norðvesturlands, þar sem skíðað er um brekkur á daginn og gist ium borð í Örkinni að nóttum.
Ferðirnar okkar
Við bjóðum dagsferðir frá Siglufirði um strendur Tröllaskaga frá júlí og ágúst, þar sem gestum gefst kostur á að kynna sér norðurstrendur Ísland frá sjó.
Hægt er að bóka Örkina í einkaferðir fyrir allt að 35 gesti: hafið samband á info@sotisummits.is og við skipuleggjum ógleymanlega siglingu fyrir þig og þína!