Vetrarsólstöður eru að baki. Dagarnir lengjast hægt en örugglega og á hverjum degi nær sólin nýjum áfanga í ásrtíðabundinni baráttu sinni við tunglið um yfirráð á himninum. Sólin skín að nýju á Siglufirði og í Fljótum, eftir nokkurra vikna hvíld bakvið fjöllin hvítu.
Vetur á Norðurlandi
Á Norðurlandi eru vetur langir og myrkir, en njóta birtunnar frá fannbreiðunum sem hylja dali og fjöll jafnt sem híbýli manna. Frá himni sjást skrautleg norðurljósin og stjörnuhvelfing norðursins.
Þetta er skíðavertíðin í norðri. Þú ferð á fætur um leið og nóttin lætur undan síga fyrir deginum, við ilmandi undirleik nýbakaðs brauðs og morgunkaffisins. Þú smeygir þér í útivistargallann, setur á þig skíðin og rétt við þröskuldinn á Sóta Lodge bíður þín óviðjafnanlegt vetrarlandslag Tröllaskaga, með dölum, tindum og brekkum. Þar er hægt að leika sér allan daginn í brakandi snjónum: njóta samvista, gleði og hreyfingar.
Hvers kyns skíðamennska
Vetrarvertíðin hófst formlega hjá okkur á Sóta Summits um síðustu helgi, þegar við buðum velkomna gamla vini og nýja. Gestir gátu valið milli þess að taka inn landslagið á gönguskíðanámskeiði undir styrkri handleiðslu Sævars Birgissonar eða sigra brekkurnar á fjallskíðum undir öruggri leiðsögn fjallaleiðsögumannsins Kristjáns Sveinssonar. Þessir frábæru liðsmenn Sóta tryggðu öryggi og ánægju allra okkar gesta, bættu færni og þekkingu og víkkuðu þægindarammann.
Sóti Summits býður úrval ferða og námskeiða sem mæta hvers kyns væntingum og löngunum á sviði útivistar. Við sérsníðum ferðir með ánægju fyrir fjölskyldur og einkahópa og bjóðum ykkur velkomin að njóta þæginda, gestrisni og faglegrar þjónustu í Fljótunum, hjarta Norðurlands.
Hafið endilega samband, fáið nánari upplýsingar og bókið á: info@sotitravel.is. Við hlökkum til að bjóða ykkur velkomin.