Nú tökum við fram húfur, vettlinga – og skíði!
Veturinn er kominn nyrst á Tröllaskaga – það er nóvember, létt snjóþekja á jörðu niðri og þegar birtir ber hvít fjöllin við vetrarbleikan himinn. Fljótin, staðsett þar sem Tröllaskagi mætir Norðuríshafinu, lúra í faðmi nyrstu fjalla í vaxandi skammdeginu. Hér er sannkölluð vetrarparadís, sem bíður leikþyrstra ævintýralanga þegar sól fer að hækka á lofti á nýju ári. Sóti Lodge er í hjarta þessa leiksvæðis; þar bíðum við með óþreyju eftir því að skíðaferðirnar okkar hefjist og við fáum að taka á móti gestum til að dekra við. Hér er hægt að endurnæra sig á allan hátt – styrkja líkama og sál í dúnmjúku vetrarlandslagi Fljóta, njóta slökunar og vellíðunar í Barðslaug og eiga samverustundir og skemmtan með ferðafélögunum.
Ævintýri og vellíðan
Í ferðum Sóta Summits koma saman ævintýri, vellíðan og einstaklega fallegt umhverfi. Hér í Fljótunum er vagga íslenskrar skíðamennsku og einstakt svæði til skíðaiðkunar, hvort sem þú ert að stíga fyrstu skrefin á gönguskíðum, vilt ferðast frjáls um lendur og móa, skinna upp fjallshlíðar eða nýta þér þyrlur til að komast á efstu tinda.
Landslag Tröllaskaga er ótrúlega fjölbreytt og fegurð við hvert fótmál. Allstaðar er hægt að staldra við, horfa í kringum sig, draga að sér súrefnið og finna tæra orkuna vekja hugann og hreinsa.
Endurnæring í náttúrunni
Við trúum á kraftinn í náttúrunni, sem hleður líkama og sál og gefur okkur kraft til að takast á við áskoranir. Við trúum líka á nauðsyn þess að slaka á, njóta þess að horfa á stjörnubjartan himinn yfir Barðslaug, njóta góðs matar og hvíldar og gleði með góðum ferðafélögum.
Metnaður okkar stendur alltaf til þess að skapa með ykkur skemmtilegar minningar og gleðistundir sem gefa orku í daglegt amstur. Komdu í vetrarferð og upplifðu vetrarparadís Fljótanna og Tröllaskaga með okkur.