…og hitinn meira að segja kominn upp í tveggja stafa tölu!
Sumarið hefur verið í svalara lagi hér á norðanverðu landinu í sumar. Við sem búum hér á nyrstu ströndum höfum auðvitað nýtt okkur hverja mögulega stund til útivistar – og auðvitað klætt okkur eftir veðri. Okkur er sagt að margir gesta okkar frá Evrópu fagni svalri veðráttunni og njóti þess að vera úti í andvaranum – við njótum með þeim.
Það skal þó viðurkennt að við erum farin að hlakka til þess að njóta sólar. Sumir veðurfræðingar hafa ýjað að því að ágúst verði góður og sólríkur og við ætlum að treysta á að þeir ljúgi ekki hvað sem líður söngtextum…
Komdu út að leika!
Sumarið á Tröllaskaga er barmafullt af möguleikum til ævintýra og útivistar í villtri náttúru. Við höfum haldið á okkur hita í sumar með fjölbreyttri dagskrá, allskonar upplifun og ævintýrum – og gamanið heldur áfram:
- Spennandi fjallahjólaferðirnar okkar hafa slegið í gegn, enda um að ræða skemmtilega útivist á frábærum hjólum. Við bjóðum ferðir daglega, og aðlögum leiðarvalið að getu og löngunum þátttakenda. Það er engin betri leið til að uppgötva leynistaði Siglufjarðar en þessi.
- Við bjóðum frábærar skoðunarferðir á eikarbátnum Örkinni. Í þessum ferðum sjá þátttakendur nyrstu strandir Tröllaskaga frá nýju sjónarhorni, hlusta á sögur um mannlíf sem var og virða fyrir sér mikilfenglega náttúruna.
- Í bæjargöngum okkar og fjallgöngum af ýmsu tagi kynnum við náttúru og sögu Siglufjarðar og nágrennis, fetum fornar slóðir og skoðum margbreytilega náttúruna nyrst á Tröllaskaga.
- Í Barðslaug í Fljótum er boðið upp á flotstundir og -meðferðir. Það jafnast fátt á við að upplifa þyngdarleysið í heitu vatninu.
Ferðir við allra hæfi – og hannaðar sérstaklega fyrir þig!
Starfsfólk Sóta Summits er heimafólk, sem hefur fest djúpar rætur hér á Tröllaskaga. Við erum endalaust að viða að okkur meiri þekkingu á náttúru og sögu svæðisins og njótum þess að deila upplifunum okkar með öðrum.
Við hönnum einnig hvers kyns afþreyingardagskrá fyrir fjölskyldur og smærri hópa og höfum gaman af; helgarferðir okkar, með gistingu á Sóta Lodge gefa gestum kost á að kynnast þessum dásamlega landshluta enn nánar.
Það er upplagt að enda okkur fyrirspurn og athuga hvort við getum liðsinnt ykkur við að njóta hins einstaka íslenska sumars.
Sendið okkur línu á info@sotisummits.is.