Sumarið er liðið og tími til að starfa – og leika
Frá því að við vorum börn að byrja í skólanum að hausti, hefur flæði áranna mótast samkvæmt því að þetta sé sá tími ársins sem við hefjumst handa, einbeitum okkur að markmiðum, skipuleggjum tímann of einhendum okkur í verkin, Þetta er tíminn til að stokka upp og endurmeta stöðuna. Nú er rétt að skerpa fókusinn á framtíðina, til að búa okkur undir árangur í vetur.
Brýnum okkur að hausti
Haustið getur komið aftan að okkur og það er auðvelt að finna fyrir ákveðnum trega þegar vetur gengur í garð. Við getum öll verið sammála um hversu dásamlegt það er að njóta langra, sólríkra daga, sumarfrís, útiveru og sumarskemmtunar.
En þegar allt kemur til alls er margs að njóta þegar hausta tekur; minni birta og meira myrkur þýðir að þar sem ljósmengun er engin getum við notið stórbrotins stjörnulandslags og dansandi norðurljósa. Þegar kólnar, gefst tækifæri til að grafa upp uppáhalds krúsirnar okkar og sötra heitt súkkulaði, kveikja á kertum og njóta ljóssins, hlýju og kósíheita.
Að hausti og um vetur gefast ekki síður tækifæri til að njóta útiveru, taka sig saman og spreyta sig á verkefnum sem efla samkennd og treysta samvinnu innan hópa. Það er einnig tilvalið að prófa myrkurgöngu, þar sem tækifæri gefst til að nýta öll skilningarvitin til upplifunar.
Hópefli og hvataferðir á Sóta Lodge
Sóti Lodge býður hinn fullkomna vettvang fyrir teymi sem vilja koma saman og skerpa á sameiginlegum markmiðum. Hér er tilvalinn vettvangur fyrir samstarfsfólk að þróa getu sína til að vinna saman og ná árangri.
Á Sóta Lodge bjóðum við ljúffengan mat, vönduð herbergi og stórkostlegt fjallaútsýni. Þar muntu njóta góðrar þjónustu og hefur svigrúm til að einbeita þér að því að byggja upp samheldni innan teymisins og sameiginlega sýn á hvernig þið takist á við komandi verkefni. Við tökum við allt að 15 manns í gistingu og sérsníðum dagskrá að þörfum hópsins. Þar blandast saman hópeflisæfingar, fundarhöld, útivist og vellíðan.
Á þessum árstíma læðist rökkrið inn á yfirráðasvæði bjartra daga og við sjáum sumarið hverfa í baksýnisspeglinum. Það er á þessum tíma sem við tökum stöðuna í kjölfar sumarsins. Við gerum úttekt á því sem við áunnist hefur á árinu og skilgreinum þau markmið sem við stefnum að á næstu misserum. Haustið markar bæði endalok sumars – en líka upphaf nýs tímabils í lífi okkar og starfi.
Við erum handviss um að sérsniðin dagskrá sem vinnur með náttúru og umhverfi muni auka aðlögunarhæfni samstarfsfólks, auðvelda þeim að grípa tækifæri þegar þau gefast og hugsa út fyrir rammann til að klára verkefni með sóma. Hafið samband á info@sotisummits.is, eða hringið í síma 551 2200 og leyfið okkur að skipuleggja eftirminnilega haust- eða vetrarferð fyrir samstarfsfólkið!