.Hótel Sóti Lodge er staðsett í kyrrðinni og fegurðinni í Fljótum, umkringt stórbrotnu landslagi Tröllaskaga. Þetta er einstakur áfangastaður fyrir þá sem vilja upplifa íslenska náttúru í notalegu og vinalegu umhverfi. Hvort sem er að sumri eða vetri, er Sóti Lodge tilvalin gisting fyrir hópa sem vilja sameina útivist, afslöppun og persónulega þjónustu.

Notaleg og persónuleg gisting

Sóti Lodge er smekklega hannað sveitahótel þar sem gestir njóta hlýlegrar gestrisni og fyrsta flokks aðstöðu. Á hótelinu eru sjö herbergi, öll með sérbaðherbergi og við tryggjum persónulega og afslappaða upplifun, hvort sem þú kemur með vinahópinn, vinnustaðinn eða fjölskylduna í ævintýraferð.

Setustofan og borðstofan eru hjarta hótelsins, þar sem gestir safnast saman til að njóta góðra máltíða og samverustunda. Hver dagur hefst á dýrindis morgunverði, en kvöldin einkennast af góðum mat, hlátrasköllum og sögum af dagsins ævintýrum.

Fullkominn staður fyrir hópa

Sóti Lodge er kjörinn dvalarstaður fyrir hópa sem vilja njóta samveru í rólegu og fögru umhverfi, fjarri amstri dagsins. Við bjóðum:

  • skipulagðar útivistarferðir þar sem t.d. er hægt að fara í gönguferðir, skíðaferðir eða hestaferðir um nærliggjandi fjöll og dali.
  • vettvang fyrir vinnustofur og námskeið í kyrrlátri og fallegri náttúru.
  • sældarreit til að njóta góðrar samveru í afslöppuðu umhverfi, hvort sem er í notalegri setustofunni eða í hlýrri Barðslaug.

Slökun í Barðslaug – sveitalaug með langa sögu

Eftir frískandi útivistardag er fátt betra en endurnæring í Barðslaug, sveitalaug í næsta húsi við Sóta Lodge sem á sér sögu allt aftur til ársins 1895. Gestir fá ókeypis aðgang að lauginni. Þar er hægt að slaka á í hlýju vatninu og njóta kyrrðarinnar, auk þess að ylja sér í heitum potti og sánu.

Sóti Lodge – áfangastaður kyrrðar og ævintýra

Hvort sem þú kemur að sumri eða vetri, til að slaka á eða sækjast eftir ævintýrum, þá býður Sóti Lodge upp á einstaka upplifun. Hér færð þú persónulega þjónustu, þægilega gistingu og fagra náttúru Tröllaskaga beint í æð.

Kynntu þér hvernig Sóti Lodge getur sinnt hópnum þínumkomdu, njóttu og upplifðu.