Á Íslandi flæðir birtan næturlangt að vori og sumri og næturgöngur (ef skilgreindar samkvæmt tímasetningum) verða í mesta lagi rökkurgöngur. Þegar gengið er með strandlengjunni norðanlands er hægt að fylgast með sólinni dýfa tánum í Norðuríshafið, hrylla sig örskotsstund og hefja sig svo aftur til himins.
Næturgöngur á íslenskum sumrum eru ógleymanlegar. Svalt næturloftið umlykur þig og upphefur alla skynjun; litir himins og jarðar renna saman; andvarinn strýkur húðinni, mjúkur og frískandi; náttúruilmurinn lofar lífið; og íslensk þögnin er eingöngu rofin af ómstríðum samsöng sumarfuglanna. Í bjartri sumarnóttinni verður allt einhvernveginn skarpara.
Á Norðurlandi og þá sérstaklega á norðanverðum Töllaskaga er hægt að fagna sumarsólstöðum með næturgöngum gegnum fjallaskörðin sem hafa tengt afskekktar byggðir um aldir. Þessar fornu samgönguæðar, sem áður tryggðu nauðsynlegan samgang milli byggða, gefa nútímaferðalangnum tækifæri til að heilsa upp á miðnætursólina á hátíðisdegi hennar.
Haustið og veturinn færa okkur ískyggilegra veðurfar, fullt með stormum og hríð. Veðurfarið norðanlands er óstöðugt yfir myrkasta tímabilið og getur breyst í einu vetfangi. Það er þess vegna ekki alltaf gefið að hægt sé að komast út að ganga. Það sem er ekki alltaf gefið verður að sjaldgæfri gjöf sem gaman er að njóta, en mikilvægt er þó að lesa vandlega í aðstæður og ganga varlega um gjöfular dyr hins norðlenska landslags.
Nauðsynlegt er að undirbúa sig vel fyrir næturgöngu að vetri til, en skammdegismyrkrið býður upp á spennandi tækifæri fyrir þá sem vilja spreyta sig á slíkum göngum – og það fyrir kvöldmat!
Það er fátt fallegra en að upplifa íslenskt fjallalandslag að vetri, þegar birta tunglsins endurvarpast af hjarninu og norðurljósin dansa á himni. Í fjarska skera fjallstindarnir næturhimininn og stjörnurnar blika glaðlega, lausar við ljósmengun þéttbýlisins. Snjóþrúgur eða gönguskíði geta komið í staðinn fyrir gönguskó og auðveldað yfirferðina.
Ef gengið er í grennd við strandlengjuna, býður Norðuríshafið upp á mikilfenglega bakgrunnstónlist. Þegar blæs fær það stuðning af rámri röddu vindsins sem magnar upplifunina og setur okkur í spor þeirra sem á undan hafa gengið sömu leið, en þá af nauðsyn frekar en í afþreyingarskyni.
Fullkomin endir á slíkri ferð er að dýfa sér í heita laug og skynja andstæðurnar: heitt vatnið sem leikur við hörundið og ísköld snjókorn sem falla á andlitið þegar horft er til himins í leit að rofi í skýjahulunni.
Sóti Summits býður helgarpakka og gjafabréf, sérsniðnar ferðir og ferðir fyrir litla hópa þar sem næturgöngur eru meðal þess sem hægt er að gera. Upplifðu dásemdardvöl á Sóta Lodge, hlýja Barðslaugina og undrin sem náttúra Norðurlands búa yfir. Skoðaðu ferðirnar okkar hér, eða sendu okkur skilaboð á info@sotisummits.is.
Ráðleggingar til þeirra sem hyggja á næturgöngu:
Íslensk náttúra getur verið varasöm. Aldrei skal vanmeta hversu hratt aðstæður geta breyst – undurbúðu þig vel, jafnvel fyrir stta göngu að vetri.
Veltu því fyrir þér að:
- Taka þátt í skipulagðri göngu með vönum leiðsögumanni.
- Ef ekki, skipulegðu ferðina vandleg. Kannaðu veðurspá, sklipuleggpðu gönguna sjálfa og láttu vita af ferðum þínum, áætlaðri brottför og komutíma.
- Kortleggðu leiðina sem fara á, notaðu GPS og landakort eins og við á.
- Farðu endilega út fyrir þægindarammann, en ekki of langt. Fáðu ráðleggningar hjá heimamönnum.
- Haltu þig við áætlun og breyttu ekki út af án þess að láta þau vita sem bíða heimkomu þinnar.
- Hafðu með höfuðljós – og tryggðu að þú sért með nóg af rafhlöðum!
- Auka hlesðlubanki fyrir síman er góð ráðstöfun.
- Fatnaður er mikilvægur. Það er oftast kaldara en þú býst við. Klæddu þig frekar meira en minna og taktu með aukaföt.Það er alltaf hægt að klæða sig úr – en ekki hægt að fara í það sem ekki er með í ferðinni.
- Hafðu með þér heitan drykk og orkuríkt nasl.
- Fylgstu með á Safetravel (https://safetravel.is) og kannaðu kringumstæður.
Ekki:
- Ákveða í skyndingu að ganga út í myrkrið.
- Vanmeta íslenskar aðstæður.
- Ganga ein að vetrarlagi.