Þyrluskíðaferðir og fjallaskíðaiðkun eru góð skemmtun

Fjalla- og þyrluskíðaferðir bjóða upp á óviðjafnanlega upplifun og endalaus ævintýri í víðernum Tröllaskagans. Það jafnast fátt á við góðan dag í vetrarríki fjallanna, en það er mikilvægt að kunna að hegða sér og vera meðvitaður um þær hættur sem leynst geta í snjóalögum.

Við þekkjum vel nauðsyn þess að sýna aðgát og tryggja sem best öryggi þeirra sem vilja uppgötva töfra Tröllaskagans og höfum tekið saman nokkur góð ráð í þeim efnum. Fyrir þau sem vilja fræðast betur, bendum við á frábært námskeið Leifs Arnar og Söru Hlínar fyrir Sóta Summits.

Sóti Summits býður upp á fjalla- og þyrluskíðaferðir í samvinnu við Summit Heliskiing. Okkur er annt um öryggi gesta okkar og allra sem halda til fjalla og hvetjum til þess að eftirfarandi leiðbeiningum sé fylgt við undirbúning ferðar:

  1. Fagmennska í leiðsögn

    Það er alltaf mælt með því að velja fjalla- og þyrluskíðaferðir með reyndum leiðsögumönnum. Þekking þeirra á landslagi og sérfræðiþekking við mat á snjóflóðahættu eykur öryggi verulega. Með okkur starfar margt fremsta fjallafólk Íslands og þau hafa skíðað við íslenskar aðstæður frá unga aldri. Meðal liðsmanna okkar eru fyrstu skíðaleiðsögumennirnir til að ljúka AIMG skíðaleiðsöguvottun, sem tekin var út af fulltrúum frá Helicat Canada; og fyrstu einstaklingarnir til að útskrifast sem fullgildir íslenskir AIMG fjallaleiðsögumenn.

  2. Snjóflóðaöryggisbúnaður

    Vertu alltaf með nauðsynlegan snjóflóðaöryggisbúnað, þar á meðal snjóflóðaýli, stöng og skóflu. Kynntu þér hvernig á að nota þennan búnað áður en þú leggur af stað í þyrluskíðaævintýrið þitt. Við bjóðum gestum okkar upp á fyrsta flokks öryggisbúnað og tryggjum að allir viti hvernig á að nota hann.

  3. Bættu við þekkinguna

    Farðu á námskeið í snjóflóðaöryggi til að auka þekkingu þína á stöðugleika snjópakka, landslagsgreiningu og björgunartækni. Því upplýstari sem þú ert, því betur ertu í stakk búinn til að taka skynsamlegar ákvarðanir þegar á reynir.
    Við erum vel meðvituð um kosti þess að allir viðskiptavinir okkar hafi góða þekkingu á aðstæðum. Markmið okkar er að leggja okkar til við að auka öryggi í vetrarferðum. Í því skyni bjóðum við upp á þétt námskeið um snjóflóðavarnir og utanbrautaskíðun. Umsjónarfólk námskeiðsins eru Leifur Örn Svavarsson yfirleiðsögumaður Summit Heliskiing og Sara Hlín Sigurðardóttir skíðaleiðsögumaður og skíðakennari. Það er engin betri leið til að verða öruggur í íslensku fjallalandslagi – og ferðirnar verða skemmtilegri fyrir vikið.

  4. Vaktaðu veðrið

    Vertu upplýstur um veðurskilyrði og snjóflóðaspár fyrir svæðið sem þú ætlar að ferðast um. Þessar upplýsingar eru mikilvægar til að meta gildandi hættumat og taka upplýstar ákvarðanir um hvar og hvenær á að skíða.
    Leiðsögufólkið okkar fylgist vel með nýjustu upplýsingum og byggir á þeim við ákvarðanatöku og skipulagningu á morgunfundum. Yfirleiðsögumaðurinn okkar, Leifur Örn Svavarsson, er snjóflóðasérfræðingur og starfaði sem slíkur í mörg ár. Hann hefur mikla þekkingu á þeim aðstæðum sem geta skapast og það er enginn betri til að taka upplýsta ákvörðun til að tryggja sem best öryggi og ánægju viðskiptavina okkar.

  5. Vertu í samskiptum

    Vertu í samskiptum við leiðsögumann þinn og aðra skíðamenn. Ræddu landslagið, aðstæður og allar áhyggjur sem upp koma. Ferðirnar okkar eru hópupplifun – því meiri og betri samskipti sem hópurinn á í innbyrðis, því betri verður upplifunin.

Landslagið er fjölbreytt á Tröllaskaga og fjalllendið mikilfenglegt. Við erum stolt af okkar íslenska leiðsögufólki, sem hefur alist upp á skíðum hér og þekkir vel einkenni íslensks vetrarlandslags. Þekking á merkjum um snjóflóð og þjálfun í öryggi á fjöllum er nauðsynlegt veganesti fyrir allt fjalla- og þyrluskíðaáhugafólk. Okkar markmið er að bjóðas þér upp á öruggustu og skemmtilegustu upplifun sem völ er á.

 

Komdu með okkur í þyrluskíðaferð í vor – Tröllaskaginn svíkur engan!