Já, það má spyrja sig. Hér norðan heiða gránar í fjöll. Gestir á Sóta Lodge þessa dagana hafa vissulega  notið þess að taka þátt í dagskrá Sóta Summits og kynnast veðuröflunum, slaka á í Barðslaug og njóta matar, drykkjar og félagsskapar, en þrátt fyrir það langar okkur i örlitla hlýju í viðbót, þótt ekki væri nema til að komast í berjamó.

Sumarið á Tröllaskaga

Við höfum notið sumarsins. Dagsferðirnar okkar eru fjölbreyttar: fjöldi fólks hefur gengið með okkur í Hvanneyrarskál ofan Siglufjarðar, hjólað með okkur um dali og brekkur á Siglufirði og siglt um Siglufjörð, veitt í matinn og jafnvel notið veitinga um borð. Við höfum einnig fengið að taka a móti vöskum gönguhópum sem hafa gengið í góðu veðri og verra veðri, en notið hverrar stundar og att dásamlegar stundir i Fljótunum fögru.

Við höfum trú á því að haustið verði fallegt. Fljótin skarta oft sínu fegursta, fé kemur af fjalli og ró færist yfir. Á Sóta skreyta haustlitirnir fjallahringinn og í myrkrinu er gott að fljóta værðarlega í Barðslaug. Við minnum á sumartilboðið okkar og staðgreiðsluafsláttinn og bjóðum ykkur að njóta síðsumarsins og haustsins með okkur.

Svo kemur vetur

Þegar veðrið sýnir klærnar er gott að láta sig hlakka til komandi árstíða. Veturinn kemur fyrr en varir og á Sóta Summits erum við að skipuleggja fjölbreytta dagskrá fyrir alla sem vilja koma út að leika þegar snjórinn kemur.

Gönguskíðaferðir…

Að venju munum við bjóða upp á okkar vinsælu gönguskíðaferðir í byrjun árs, þar sem saman fer frábær kennsla við allra hæfi og dekur á Sóta Lodge. Við bjóðum upp á vatnateygjur og flotslökun á laugardögum til að hvíla lúna vöðva. Maturinn og atlætið tryggja svo að helgin verði upplyfting fyrir sál og líkama.

Fjallaskíðun…

Fjallaskíðamennskan á svo hug okkar allan þegar vetrarsólstöður nálgast. Við erum sannfærð um að áhugafólki um utanbrautarskíðun gagnist ekki síður að fara á námskeið en gönguskíðafólki. Þess vegna bjóðum við upp á sérhannað námskeið fyrir alla þá sem vilja auka þekkingu og öryggi í vetrarfjallamennsku. Fyrir þá sem vilja fá óformlegri leiðsögn og skemmta ser í faðmi fjallanna eru á dagskrá fjallaskíðahelgar undir leiðsögn okkar einstöku leiðsögumanna. Þetta eru ferðir sem hafa fengið einstaklega góðar umsagnir gesta og sem við erum stolt af að bjóða.

Ekki má gleyma ævintýraferðunum í Jökulfirði með Örkinni, ógleymanlegum ferðum um víðerni Vestfjarða, þar sem heimskautarefurinn ríkir. Við erum stolt af því að bjóða þessar ferðir og ekki síður stolt af því að bjóða upp á sérstaka kvennaferð í maí undir stjórn Hayat Mokhenache og Söru Hlinar Sigurðardóttur.

Og þyrluskíðun!

Lokahnykkurinn á vetrardagskránni er að venju þyrluskíðatímabilið. Með hækkandi sól hefjum við okkur til flugs til að koma okkur í bestu brekkurnar eftir því sem snjólínan hækkar. Þyrluskíðun er frábær skemmtun. Við vinnum með einvalaliði íslenskra leiðsögumanna, sem þekkja hverja brekku. Þau hafa kynnt sér söguna, landslagið og aðstæður í því skyni að bjóða upp á einstaka upplifun í faðmi islenskra fjalla.

Núna er tíminn til að kynna sér framboð næsta vetrar!

Við höfum ákveðið að bjóða óbreytt verð til 15. október og um að gera að bóka sem fyrst. Við hlökkum til að geta veitt ykkur upp á það besta sem vetrarríkið norðanlands hefur upp á að bjóða.